Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

43 2.2. Baunamaraþonið Nemendur læra um plöntur og matarframleiðslu með því að sá baunum og fylgjast með ræktunarferli þeirra. Árstíð: vetur og vor Staður: skólalóð Tími: fjórir til fimm mánuðir Efni og áhöld: nokkrir glærir plastpokar pappapottar merkipennar mold (molta) baunir Námsþættir: náttúrufræði, umhverfisfræðsla, upplýsinga- og tæknimennt Hæfni: nemendur kynnast ræktunarferli plöntu læra hverjar þarfir plantna eru þjálfast í því að rækta plöntu heima læra að hugsa um plöntur þjálfast í að greina gögn og komast að niðurstöðu Aðferð 1. Nemendur ásamt kennara finna upplýsingar á veraldarvefnum um baunir. Hægt er að ræða hversu margar tegundir af baunum eru til, hvað við græðum á því að borða baunir, hvort eitthvað sé slæmt við það að borða baunir og hvað það taki langan tíma að rækta baunir. Einnig er hægt að sýna myndbönd sem fjalla um baunir. Hægt er að horfa á myndbönd um baunir t.d: Myndband 1 Myndban d 2 Myndban d 3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=