Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

42 Aðrir möguleikar 1. Hægt er að sá öðrum frætegundum og bera saman vaxtarferlið. 2. Segið nemendum sögu um papriku, hvernig hún vex frá fræi til plöntu. 3. Nemendur standa í hring. Hver nemendi fær eitt orð sem er notað í sögunni. Í hvert skipti sem nemandinn heyrir orðið sitt í sögunni þarf hann að hlaupa einn hring. Nokkrir nemendur geta verið með sama orðið. 4. Raðið spjöldum í rétta röð t.d. ef nemendur eru að læra nöfn á plöntum, þá fær hver nemandi spjald með einum staf, síðan eiga þau að raða sér í röð þannig að þau geti stafað nafn plöntunnar. 5. Samstæðuspil með hreyfingu. Skiptið nemendum í tvo hópa og myndið tvær raðir. Nemendur fá annan hluta samstæðunnar en hinn er lagður á hvolf á gólfið nokkrum metrum frá röðinni. Sá sem er fyrstur í röðinni, flettir upp fyrsta spjaldinu, hleypur af stað, snýr öðru spjaldi við og allir í liðinu fá að sjá. Ef nemandinn fær samstæðu þá eru spjöldin lögð til hliðar, ef ekki, þá er þeim snúið aftur við og næsti fær að hlaupa. Leikurinn heldur áfram þangað til annað liðið er búið að finna allar samstæðurnar, það lið vinnur leikinn. 6. Nemendur standa í hring. Allir fá eina mynd úr samstæðu með mynd af plöntu. Kallið upp nafn á einni plöntu sem er á samstæðunum t.d. blómkál þá eiga þeir tveir sem eru með mynd af blómkáli að hlaupa einn hring í kringum hringinn og fara aftur á sinn stað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=