Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

40 Aðferð 1. Sýnið myndir og myndbönd af paprikum. Skoðið ólíkar paprikur, leyfið nemendum að smakka, spyrjið hvort þeim líki bragðið af þeim. Skoðið á korti hvar þær vaxa. 2. Skerið papriku í tvennt og takið fræin úr. Leggið fræin á eldhúspappír og leyfið þeim að þorna. 3. Búið til fræköku: Notið afgangsblöð eða eldhúspappír (ekki nota dagblöð því blekið gæti farið í plöntuna). Pappírinn er rifinn og settur í skál með heitu vatni, hrærið í blöndunni með töfra- sprota þannig að úr verði pappamassi. Takið ramma og setjið hann á bökunarplötu. Raðið kökuformum inn í rammann. Setjið pappamassann í formin með skeið og nokkur paprikufræ í hvert form og leyfið að þorna. Hægt er að setja matarlit í frækökuna með því að setja hann saman við pappamassablönduna. 4. Búið til merkisspjald: Endilega notið endurunninn pappír, skreytið að vild og merkið með nafni. Frækaka og merkisspjald getur verið flott gjöf. 5. Búið til blómapotta úr gömlum plastflöskum með því að klippa þær í tvennt og stinga lítil göt á botninn. Skreytið að vild. 6. Setjið frækökurnar í mold. Til að sjá ræturnar byrja að myndast má setja moldina með fræj- unum í glæran plastpoka. 7. Vökvið reglulega. Hægt er að skipuleggja hver á að vökva í hverri viku. 8. Fylgist reglulega með því hvernig fræið breytist og fer að spíra. Skráið hjá ykkur ferlið og takið myndir. Skoðið með stækkunargleri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=