Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

4 Um bókina Bókin er safn verkefna fyrir yngri nemendur sem tengjast öll lífbreytileika (líffræðilegri fjölbreytni). Lífbreytileiki felur í sér fjölbreytileika ólíkra lífvera hér á jörðu, þ.e. plantna, dýra, sveppa og örvera. Lífverur sömu tegundar geta líka verið ólíkar og sá breytileiki er einnig hluti af lífbreytileika. Allar líf- verur hafa sitt hlutverk og ef ein lífvera er tekin út þá getur það verið mjög slæmt fyrir kerfið í heild sinni. Vistkerfi eru viðkvæmar heildir fjölbreyttra lífvera sem mikilvægt er að vernda. Bókin tengir við lífbreytileika á ýmsan hátt t.d. með verkefnum þar sem farið er á náttúrusvæði og nemendur fræðast um plöntur og dýr sem lifa á svæðinu. Fjölmörg verkefni eru um ræktun en með ræktun kynnast nemendur hringrás náttúrunnar og stuðla að sjálfbærum lífsháttum. Nemendur átta sig á mikilvægi plantna, þörfum þeirra, uppruna og mikilvægi í vistkerfum heimsins. Markmiðið er að efnið sé verklegt, verkefnamiðað og bjóði upp á notkun snjalltækja og stuðli að útiveru. Bókinni er skipt í fimm kafla: Fyrsti og annar kafli eru með verkefni fyrir yngri börn. Þriðji og fjórði kafli með verkefni fyrir eldri börn. Í fimmta kafla eru stærri verkefni sem taka lengri tíma. Bókin er samstarfsverkefni á milli Eistlands, Íslands, Lettlands og Slóveníu og voru verkefnin prófuð í löndunum fjórum. Mikill munur er á gróðurfari, veðri og menntakerfi þessara landa, því var reynt að útfæra verkefnin þannig að þau séu framkvæmanleg þrátt fyrir ólíkar aðstæður. Kennslustundir eru t.d. mislangar á milli staða en tímarammanum má breyta eftir þörfum. Í mörgum verkefnum er gert ráð fyrir snjalltækjum en oftast er hægt að vinna þau án snjalltækja. Tilgreint er hvaða aldri verkefnin henta en upplagt er að prófa þau fyrir aðra aldurshópa og aðlaga eftir aldri nemenda. Öll verkefni eru birt undir merki Creative Commons CC BY-NC-SA. Leyfilegt er að nýta þau, afrita og aðlaga að vild með því skilyrði að minnast á Hob’s t.d. með því að setja Hob’s merkið á verk- efnið. Ekki má nýta bókina til fjárhagslegs ávinnings. Bókin á að vera ókeypis fyrir alla og er það von höfunda að hún auðgi menntun í lífbreytileika. Þetta verkefni (2018-1-EE01-KA201_047083) var styrkt af Erasmus+ verkefni Evrópusambandsins og með stuðningi frá Arcimedes sjóðnum í Eistlandi. Innihald verkefnisins endurspeglar einungis skoðun höfunda en ekki annarra sem að því koma. Evrópusambandið er ekki ábyrgt fyrir notkun efnisins. LIFANDI NÁTTÚRA Lífbreytileiki á tækniöld (Hob's adventure – Hands on Biodiversity in a digital era) ISBN 978-9979-0-2665-5 Þýðandi: Sigurlaug Arnardóttir Ritstjóri: Andri Már Sigurðsson Málfarsyfirlestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2021 Menntamálastofnun Kópavogi Þessi rafbók er skráð samkvæmt reglum um Creative Commons

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=