Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

37 1.12. Blómabúðin Nemendur leika sér í blómabúð, þjálfa samvinnu, skrifa, reikna og læra nöfn á inniplöntum. Árstíð: allar Staður: skólastofa Tími: 60 mínútur Efni og áhöld: myndir af inniplöntum pappír blýantar Námsþættir: tjáning, tungumál, náttúrufræði, stærðfræði Hæfni: nemendur þjálfa félagsfærni æfa lestur þjálfa skrift og reikning læra með leik þjálfast í að útskýra þjálfa samvinnu sjá myndaspjöld Aðferð 1. Skoðið myndir af plöntum og finnið nöfnin á þeim. 2. Nemendur búa til blómabúð. Byrjið á því að skreyta búðina, mála mynd með blómum og hengið upp, merkið búðina o.s.frv. Prentið út spjöld með myndum af blómunum og setjið nafn plöntunnar við hverja mynd. 3. Hver nemandi býr til reikningsdæmi og leggur við plönturnar sem eru til sölu. Til dæmis að nemandi skrifar 2+5 og setur það við mynd af kaktus. 4. Einn er starfsmaður búðarinnar, meðan hinir eru viðskiptavinir. Þau skiptast á að vinna í búðinni. 5. Viðskiptavinir koma í búðina og velja sér blóm. Afgreiðslumaðurinn mælir með blómum og reynir að finna blóm sem henta. Hægt er að gefa hverjum viðskiptavini mynd af plöntu sem er seld í búðinni. Viðskiptavinurinn verður að lýsa plöntunni án þess að sýna afgreiðslumann- inum myndina. Afgreiðslumaðurinn á að finna út hvaða plöntu hann er með á spjaldinu. 6. Áður en viðskiptavinurinn fær að kaupa plöntuna, þarf að leysa reikningsdæmið sem er við plöntuna. Ef svarið er ekki rétt, þarf að reikna aftur. Þegar rétt svar hefur verið fundið Eitraðar plöntur 1. hluti Eitraðar plöntur 2. hluti Ekki eitraðar plöntur 1. hluti Ekki eitraðar plöntur 2. hluti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=