Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

34 Aðferð 1. Útbúið tólf stöðvar (sjá lýsingu hér neðar). 2. Skiptið nemendum í tvo hópa, (t.d. með því að draga ýmist rautt eða blátt spjald úr poka). Báðir hópar byrja á stöð númer eitt. Annar hópurinn fer svo á stöðvar númer 2–6 og hinn á stöðvar númer 7–11. Stöð eitt: Nemendur finna bréf fá álfi, kennari eða nemandi les bréfið. 1.11. Álfaþrautin Stöðvavinna sem fjallar um plöntur. Árstíð: allar Staður: skólalóð eða skógur Tími: 60 mínútur Efni og áhöld: bréf frá álfi sem býr á skólalóðinni spjald með upplýsingum á hverri stöð poki með táknum fyrir hópaskiptingu poki með hlutum úr náttúrunni 5–6 bönd til þess að binda fyrir augu ruslapoki stækkunargler eða smásjá snæri litlir blómapottar mold vatn fræ falinn fjársjóður Námsþættir: tjáning, tungumál, náttúrufræði, hreyfing Hæfni: nemendur kynnast ólíkum aðferðum til að læra um náttúruna læra góða umgengni við náttúru þjálfa þrautalausn og sköpun þjálfa félagsfærni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=