Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

32 1.10. Hvað þurfa plöntur? Árstíð: vor, sumar, haust Staður: skólastofa og skólalóð Tími: 3x45 mínútur Efni og áhöld: kort af skólalóðinni blýantur pappír reglustika ílát til að taka sýni lítil skófla smásjá myndavél Námsþættir: tjáning, tungumál, náttúrufræði, rannsókn, hreyfing Hæfni: nemendur átta sig á fjölbreytileika plantna og nauðsynlegum skilyrðum svo þær geti vaxið og dafnað. þjálfa rannsóknar- og ályktunarhæfni þjálfast í kortalestri þjálfast í að mæla með reglustiku þjálfast í notkun á smásjá Plöntur þurfa ólík vaxtarskilyrði. Plöntur eins og túnfíflar eru með breið blöð og vaxa vel á göngustígum, melgresi þrífst vel í sendnum jarðvegi en margar plöntur þurfa jarðveg sem er mjög næringarríkur. Aðferð 1. Nemendur fá kort af skólalóðinni þar sem búið er að merkja inn helstu plöntur. 2. Nemendur fara út, finna plönturnar og kanna aðstæður í kringum eina þeirra: Hvert er hita- stigið? Er jarðvegurinn rakur? Er birta eða skuggi? Er jarðvegurinn næringarríkur eða ekki? 3. Nemendur gera rannsókn á algengri plöntu eins og t.d. túnfífli. Hægt er að skoða ólík vaxtar- skilyrði og skoða fífil sem vex í sól annars vegar og skugga hins vegar. Mælið stilkinn og skráið lengd. Er hægt að draga ályktun af mælingunni? Hvort þrífst túnfífill betur í sól eða skugga? Ef jarðvegurinn er mjög þurr, þá vex túnfífill í sól hægar en túnfífill í skugga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=