Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

29 1.9. Fræ lífsins Nemendur sá ólíkum fræjum og fylgjast með vaxtarferli frá fræi til plöntu og fræðast um mikilvægi plantna í daglegu lífi. Árstíð: vor og sumar Staður: skólastofa Tími: klukkutími í senn í nokkur skipti Efni og áhöld: fræ t.d. úr paprikum eða baunafræ pappír íspinnaprik blýantar eggjabakki bjölluvélmenni Námsþættir: tjáning, tungumál, náttúrufræði, rannsókn Hæfni: nemendur læra um fjölbreytileika plantna læra hvernig fræ umbreytist fræðast um hollar matarvenjur læra um hvernig bestu aðstæður plantna eru Aðferð 1. Sýnið nemendum ýmsar tegundir af grænmeti og ávöxtum, skoðið og segið hvað tegundirnar heita. Finnið fræin í þeim og ræðið að plöntur séu ólíkar en fræin hafa alltaf sama hlutverk, að búa til nýja plöntu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=