Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

27 3. Rannsakið jarðveg í skólastofunni : Útvegið mold, það gæti verið mold af skólalóðinni eða úr garði í nágrenninu. Dreifið úr moldinni. Nemendur rannsaka moldina og nota öll skynfæri (snerta, lykta, skoða). Nemendur fá góðan tíma til þess að rannsaka hvað leynist í moldinni (lauf, rætur, greinar, skordýr). Sniðugt er að nota stækk- unargler eða smásjá til þess að rannsaka moldina betur. Ræðið við börnin hvað þau sjá. Hvaða skordýr finna þau? Hvað skyldu þau borða? Hversu stór gætu þau orðið? Einnig er hægt að nota sigti til að sjá betur hvað er í moldinni. 4. Gönguferð um nærumhverfi : Hafið meðferðis sigti, potta, skóflur, stækkunargler og snjallsímasmásjá. Nemendur taka myndir af því sem þeim finnst áhugavert í ferðinni. Hægt er að nota Plant Snap til þess að þekkja plöntur sem nemendur sjá. 5. Ræðið hvað börnunum fannst áhugavert, skoðið myndirnar sem þau tóku í gönguferðinni. Berið saman moldina frá skólalóðinni og mold sem þið finnið í göngunni, er eitthvað ólíkt? 6. Ræðið umgengni við plöntur og dýr. Hægt er að endurtaka rannsóknina á mismunandi árstímum eða með ólíkum jarðvegi, eins og sandi, mýri, graslendi. Aðrir möguleikar Skiptið nemendum í tvo eða þrjá hópa og rannsakið ólíkan jarðveg, hægt er að skoða jarðveg á skóla- lóð, í garði eða skógi. Merkið svæðið sem ætlunin er að skoða t.d. með bandi (um einn fermetra). Áður en rannsóknin fer fram eiga nemendur að giska á hvað leynist í moldinni. Þau snerta, lykta af moldinni og hlusta jafnvel líka. Heyrist eitthvað í moldinni? Skoðið moldina með stækkunargleri eða snallsímasmásjá. Nemendur skrifa niður hvað þau finna, taka myndir eða teikna mynd. Að rannsókn lokinni koma þau aftur inn í skólastofuna og segja frá hvað þau fundu. Þau sýna myndir sem þau tóku og teikningar. Ræðið hvaða jarðvegur er bestur, í skógi, garði eða á skólalóð. Nemendur setja niðurstöður sínar á veggspjald.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=