Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

26 1.8. Hvað felur sig í jörðinni? Nemendur fara út og ná í mold og kanna hvað leynist í henni t.d. plöntur og smádýr. Þeir búa til veggspjald með lífverum sem leynast í moldinni. Árstíð: vor, sumar, haust Staður: skólastofa og náttúrulegt umhverfi í nágrenni skólans Tími: tvisvar hálfan dag Efni og áhöld: uppflettirit um dýr tímarit veggspjald skæri lím mold stækkunargler skóflur blómapottar myndavél sími með appinu Plant Snap Námsþættir: tjáning, tungumál, náttúrufræði, stærðfræði, hreyfing, rannsókn Hæfni: nemendur auka virðingu fyrir lífi og náttúru læra um dýr sem eru falin í náttúrulegu umhverfi í nágrenni skólans eða á skólalóðinni Aðferð 1. Útbúið fræðsluhorn : Útbúið setkrók með fræðibókum og tímaritum um dýr, skordýr og plöntur. Nemendur skoða og ræða myndirnar. Hvaða dýr er hægt að finna í moldinni? 2. Veggspjaldsgerð : Nemendur búa til veggspjald þar sem þeir teikna náttúrulegt umhverfi sem er bæði ofan- og neðanjarðar. Nemendur klippa út úr tímaritum myndir af plöntum og dýrum. Þau líma myndirnar á veggspjaldið sitt eftir því hvar plönturnar og dýrin búa. Upplagt er að ræða hvort þau hafi séð plönt- urnar eða dýrin úti í garði, úti í sveit eða í villtri náttúru? Finnið nöfnin á dýrunum og plöntunum sem fara á veggspjaldið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=