Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

23 1.7. Læra heiti á plöntum Læra um plöntur með því að nota lærdómsapp og verkefnablað. Árstíð: allar Staður: skólastofa eða hvar sem er í skólanum Tími: 45–90 mínútur Efni og áhöld: blýantur myndir af inniplöntum smarttafla Námsþættir: tjáning, tungumál, umhverfismennt, stærðfræði, hreyfing Hæfni: nemendur þjálfa skipulag þjálfast í talningu læra að þekkja stafi Aðferð 1. Fræðsluappið Hengimann notað þar sem nemendur giska á stafi til að finna ákveðið orð. Orðið er nafn á plöntu. Stafirnir eru í röð og nemendur eiga að ýta á einn staf í einu. Nota skal þetta grunnform . Hægt er að breyta tungu- málinu. Setjið inn mynd af plöntum og spurningar tengdar þeim. Til þess að breyta texta og mynd er farið inn í appið og ýtt á hlekkinn create similar app sem er neðst á síðunni. Hér er upplagt að setja inn myndir af íslenskum tegundum. 2. Nemendur fá vinnublað með myndum af plöntum og merkja hvaða plöntur eru í skólastofunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=