Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

22 Árstíð: allar Staður: skólastofa Tími: 30–40 mínútur Efni og áhöld: græðlingur, í stað þess að nota græðling má nota hvernig plöntu sem er pappír litir stækkunargler Námsþættir: umhverfismennt, tjáning, list, stærðfræði. Hæfni: nemendur þjálfa rannsóknarvinnu og lýsa plöntum læra nöfn á plöntuhlutum nota ímyndunaraflið 1.6. Furðuplöntur Gróðursetja græðling. Nemendur eiga að ímynda sér hvernig græðlingur gæti litið út þegar hann stækkar og teikna á blað. Aðferð 1. Skoðið græðling og aðrar plöntur sem þið getið nálgast. Fræðist um mismunandi plöntuhluta, stilkinn, laufblöðin o.s.frv. Skoðið laufblöðin á plöntunni, lit, lögun, snertið varlega og finnið áferðina. Er hún mjúk, loðin, með æðar? Skoðið laufblaðið í smásjá eða með stækkunargleri. 2. Spyrjið nemendur hvernig græðlingurinn gæti orðið þegar hann stækkar. 3. Nemendur eiga að ímynda sér hvernig plantan verður þegar hún stækkar og hvað hún gæti heitið. • Nemendur fá pappír og liti og teikna sína ímynduðu plöntu. • Nemendur gefa plöntunni sinni nafn og merkja hana. • Nemendur sýna hver öðrum myndirnar og segja nafnið á sinni plöntu. 4. Sýnið nemendum mynd af því hvernig græðlingurinn lítur út í fullri stærð. 5. Myndir nemenda eru hengdar upp á vegg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=