Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

21 2. Ræðið verkefnið. 3. Skoðið lærdómsappið og leysið það í sameiningu. 4. Skoðið myndina sem birtist, lýsið henni, spjallið um plöntuna og skoðið myndir af henni í blóma. Skoðið heimskort og finnið heimkynni plöntunnar. Lærið um upprunaland blómsins, hvar er það staðsett í heiminum og hvernig er fáni landsins? Skoðið fleiri blóm frá landinu, fugla og dýr. 5. Finnið plöntuna í skólanum. Búið til QR kóða með spurningum og setjið nálægt blóminu, t.d. hvaða dýr á sama heimkynni og plantan? Þegar búið er að finna út hvert dýrið er, þá á að ganga eins og dýrið aftur í stofuna. 6. Ræðið hvað þið hafið lært. Hver nemandi teiknar mynd af plöntunni eða mótar hana í leir. Aðrir möguleikar Hægt er að vinna verkefnið án þess að nota snjalltæki. Nemendur fá blað með heimskorti og teikna inn á kortið hvar upprunaland plöntunnar er. Hægt er að setja ýmislegt annað inn á kortið t.d. dýr sem tilheyra ákveðnum löndum. Þetta verkefni getur tekið eina kennslustund eða fleiri eftir því hversu ítarlega kennarar vilja vinna verkefnið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=