Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

18 Árstíð: allar Staður: skólastofa Tími: 45 mínútur Efni og áhöld: myndir af pottaplöntum með nöfnum þeirra pottaplöntur númeruð spjöld með stöfum Námsþættir: skrift, hreyfing Hæfni: nemendur læra um pottaplöntur í gegnum leik þjálfa samvinnu 1.4. Læra um pottaplöntur í gegnum leik Nemendur læra nöfn á plöntum í gegnum leik. Aðferð 1. Útvegið pottaplöntur og komið fyrir í skólastofunni. Merkið plönturnar með nafni þeirra. 2. Hver nemandi fær spjald með mynd af plöntu, allir eiga að kíkja á spjaldið sitt á sama tíma og mega ekki sýna sitt spjald. Nemendur eiga að finna plöntuna í skólastofunni og setjast við hana. Það verða 2–4 nemendur með hverja plöntu. Nemendur lesa nafnið á plöntunni og ræða hvernig hún lítur út. 3. Talningarleikur. Útbúið litla miða. Takið einn miða og skrifið R öðrum megin á hann og töluna 1 hinum megin, takið annan miða og skrifið Ó öðrum megin og töluna 2 hinum megin og á þriðja miðann á að skrifa S öðrum megin og töluna 3 hinum megin. Leggið alla miðana á gólfið með tölunar upp. Raðið í rétta talnaröð, 1,2,3. Snúið miðunum við þá kemur upp nafnið á blóminu, RÓS. Það er hægt að gera eins með fleiri blómanöfn. 4. Minnisleikur. Skiptið nemendum í tvo hópa og myndið tvær raðir. Fyrir framan raðirnar er samstæðuspil með myndum af pottaplöntum. Sá fyrsti í röðinni snýr við tveimur spjöldum og reynir að finna samstæðu, ef það gengur ekki þá á næsti í röðinni að prófa og svo koll af kolli, þar til allar samstæðurnar eru fundnar. Myndir af plöntum Planta sem má borða Eitruð planta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=