Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

13 4. Hægt er að gera leikinn erfiðari með því að vera með mynd sem sýnir bara stilkinn, blómið, laufblöðin eða svarthvíta mynd. Einnig er hægt að láta nemendur snerta blómið með lokuð augu eða finna lykt og finna síðan myndina af blóminu. Í staðinn fyrir að hlaupa er líka hægt að hoppa, skríða, valhoppa, taka hænuskref eða risaskref. 5. Farið í hreyfileik út frá útliti blómanna, t.d. telja hversu mörg laufblöð eru á blóminu og hoppa einu sinni fyrir hvert laufblað. 6. Hver nemandi fær teikningu af þremur tegundum af blómum og má ekki sýna hinum nemendum myndina. Nemendur ganga um og spjalla saman og lýsa blóminu sínu hver fyrir öðrum. Þeir eiga að finna alla sem eru með eins blóm, þá verða til þrír hópar, hver hópur er með sömu myndina. 7. Hver hópur leikur kyrrmynd af blóminu. Upplagt að taka mynd af hverjum hóp, skoða myndina og ræða. Aðrir möguleikar Með sömu aðferð má læra um önnur blóm, tré, runna, fugla eða hvað sem er. Tilvalið er að læra um plöntutegundir sem vaxa í íslenskri náttúru eins og birki, ætihvönn, brennisóley og baldursbrá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=