Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

12 Árstíð: allar Staður: skólastofa eða skólalóð Tími: 60 mínútur Efni og áhöld: tölva myndavél minnislykill myndir af blómum límband Námsþættir: plöntur, rannsókn, hreyfing, upplýsinga- og tæknimennt Hæfni: nemendur læra að þekkja plöntur þjálfa samskipti þjálfa samvinnu þjálfast í að lesa leiðbeiningar fá hreyfiþjálfun 1.3. Plöntuhlaupið Nemendur læra plöntuheiti í gegnum leik. Aðferð 1. Skoðið blóm sem er úti eða pottablóm sem er til í skólanum. Hvernig er stilkurinn, blómið sjálft og laufblöðin? Hvað eru laufblöðin mörg? Prófið að koma við þau. Er lykt af blómunum? 2. Hitið upp líkamann með æfingum t.d. með því að heilsa líkamspörtum (hné, olnbogi, mjöðm, tær o.s.frv.), kanínuhopp, fara á fjórar fætur, hoppa á öðrum fæti o.fl . 3. Útbúið myndir af blómunum, tvær af hverri tegund. Setjið myndirnar á mismunandi staði með góðu millibili, þetta er hægt að gera bæði úti og inni. Sýnið nemendum mynd af blómi. Nemendur leita að myndinni. Þegar þeir finna myndina koma þeir aftur til kennarans sem sýnir þeim aðra mynd og nemendur fara aftur af stað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=