Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld
112 Lærum um tré Skoðið fleiri upplýsingar um tré . Ræðið ólík tré: Linditré, eplatré, ývið, birki, sýprustré, víði, greni, limetré. Ræðið útlit þeirra (hæð, lit á berki, lögun laufblaða, ávexti, ber), hvernig geta tré nýst okkur? Finnið skemmtilegar staðreyndir um tré. Ræðið um tré í útrýmingarhættu (blæösp) og hvað hægt er að gera til þess að bjarga þeim. Bók um tré Nemendur útbúi bók um tré með því að nota þetta form . Fyllið inn í formið, með því að skrifa, teikna og lita t.d. ef nemandi er að fjalla um birki, þá á að skrifa nafn á trénu „birki“ efst til vinstri. Minnisleikur Búið til minnisleik á matchthememory.com með því að nota ýmsar myndir af trjám . Krossgátupúsl Búðu til krossgátu á t.d. í Excel eða nota app eins og Puzzlemaker . Það er líka hægt að prenta verkefnin út. Dæmi um spurningar fyrir krossgátu. Er birki barr- eða lauftré? Hvaða tré er með hvítan börk? Hvaða tré er tákn fyrir þitt land? Hvað kallast ávextir reynitrjáa? Hvað kallast ávextir birkitrjáa? Hvaða tré er á myndinni? Taktu áskorun eða sittu hjá eina umferð Nemendur spili í pörum eða litlum hóp. Hver hópur fær spilaborð , teninga, spilakall, tölvu eða ipad og spurningar frá kennurum um tré og plöntur. Teningum kastað og spilakall færður eins og teningurinn segir til um. Ef einhver lendir á spurningarmerki þarf viðkomandi að ákveða hvort hann vilji bíða í eina umferð eða taka áskorun. Ef hann velur að taka áskorun þá ýtir annar leikmaður á bláu örina í glærusýningunni og les spurningu. Ef hann svarar rétt fær leikmaður að gera aftur ef svarið er rangt, þarf leikmaður að bakka þangað sem hann var síðast. Sá sem er fyrstur á lokareit vinnur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=