Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

111 5.5. Tré í umhverfi skólans Tími: 4 kennslustundir Námsþættir: umræður, textavinna, kynning, rannsókn, verkefnavinna Efni og áhöld: glærusýning um tré bækur tölvur eða snjalltæki minnisleikur krossgáta plata spilakallar teningur Kahoot Hæfni: nemendur þekkja ólík tré á skólalóðinni þekkja form þeirra (hæð, lit á berki, lögun laufblaða, ber, ávexti) kynnist áhugaverðum staðreyndum um tré Aðferð Kynning Skoðið fyrstu glæruna í glærukynningunni , þar er grænn kassi sem skipt er í níu minni kassa. Takið einn kassa frá í einu og leyfið nemendum að giska á hvað er á myndinni. Hvað eiga tré sameiginlegt og hvað ekki? Hver nemandi fær myndir af trjám . Leikur þar sem nemendur mynda hópa út frá ákveðnum reglum, t.d. hvort tréð sé með nálar eða laufblöð (barr eða lauftré), lítið eða stórt o.s.frv. Nemendur lýsi sínu tré og segja hvað það heitir. Ræðið hvað trén eiga sameiginleg og hvað ekki. Nemendur læra um ákveðin tré á skólalóðinni, skoða glærusýningu um tré og fara í leiki þar sem lært er um tré.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=