Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

110 Reiturinn skoðaður á tveggja vikna fresti. Ljósmynd tekin í hvert skipti og aðstæður kannaðar, eru breytingar eða nýjar tegundir? Hitastig mælt úti og í jarðvegi. Allar mælingar og breytingar skráðar niður og ræddar. Hóparnir bera saman niðurstöður sínar. Í lok vetrar (í maí eða júní) er samantekt, nemendur undirbúi kynningu á sínum reit og búa til annað- hvort veggspjald eða glærusýningu. Í kynningunni þarf að koma fram hvaða lífverur voru í reitnum, hvaða breytingar urðu á tímabilinu (veður, jarðvegshiti, vöxtur og aukning tegunda). Myndir settar upp í tímalínu. Eftir kynningar bera hóparnir saman niðurstöður sínar. Ræða mun á milli svæða. Ætli niðurstöðurnar yrðu aðrar í löndum annars staðar í heiminum, þar sem er hlýrra eða kaldara loftslag? Styttri útgáfa af verkefninu er að fara í eitt skipti á ákveðið svæði og gera rannsókn og kynningu. Mat: Nemendur fylli inn í sjálfsmat, broskalla- eða þumlamat, og lýsa upplifun sinni á ýmsum þáttum verkefnisins. Námsmat frá kennara í formi umsagnar, einstaklingsmiðað leiðsagnarmat. Ítarefni: Fræðibækur og vefir um plöntur, smádýr og fugla. Plöntuvefurinn Greiningarlyklar smádýra Fuglavefurinn Náttúrufræðistofnun Íslands

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=