Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

109 5.4. Lífbreytileiki og breytingar í vistkerfum í grennd við skólann Tími: þrjár kennslustundir fyrstu viku skólaársins og síðan ein til tvær kennslustundir á tveggja vikna fresti yfir árið. Í lok skólaárs þarf a.m.k. 8 kennslustundir til úrvinnslu og kynningar. Tímabil: eitt skólaár, ágúst til maí/júní. Námsmarkmið: að rannsaka lífbreytileika á litlu afmörkuðu svæði í nágrenni við eða á skólalóðinni. Einnig er fylgst með breytingum sem verða á svæðinu yfir skólaárið. Efni og áhöld: hælar til þess að afmarka svæði myndavél eða snjallsími tölvur eða Ipad fræðibækur og vefsíður um lífverur stækkunargler smásjá hitamælir lítil ílát undir sýni karton og litir eða tölvur og glærugerðarforrit Undirbúningur: veljið landsvæði í nágrenni skólans með mismunandi gerðum gróðurlendis eða vistkerfum sem nemendur geta fylgst með. Framkvæmd Ræðið verkefnið og börnin velti fyrir sér hvað þau muni finna Nemendum er skipt í 3–4 manna hópa. Hver hópur velur sér reit, gott er að reitirnir séu ólíkir a.m.k. tvær gerðir gróðurlenda/vistkerfa. Vistkerfi er allar lífverur og allir umhverfisþættir sem finnast á ákveðnu afmörkuðu svæði. Athugið að vistkerfi geta verið stór eins og skógur, mýri eða mólendi en einnig smá eins og það sem leynist undir gangstéttarhellu, stórt tré á eða í nágrenni skólalóðar og jafnvel er hægt að tala um að beð í skipulögðum garði sé lítið manngert vistkerfi. Í upphafi helga nemendur sér svæði ca. 1 fermetra og afmarka það með því að reka niður hæla eða taka mynd af svæðinu, þannig að hægt sé að finna aftur nákvæmlega saman staðinn. Reiturinn er rannsakaður, hvaða lífverur finna nemendur? Myndir teknar af svæðinu og af því sem nemendum finnst áhugavert. Hitastig úti og í jarðvegi er mælt. Jarðvegssýni tekið og skoðað í smásjá inni í skóla- stofu, greinið tegundir, skráið niðurstöður og skoðið myndir sem teknar voru á svæðinu. Upplagt að hafa umræður. Hvaða tegundir fundust? Hvað kom á óvart? Hægt er að hafa greininguna ólíka eftir aldurstigum t.d. fyrir yngri börn gæti greiningin verið „lítil planta með fjólubláum og gulum blómum“ en eldri nemendur finna nafn á tegundinni „Þrenningarfjóla (viola tricolor)“. Að skoða lífbreytileika í nágrenni skólans yfir eitt ár.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=