Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

108 8. Minnisleikur Nemendur vinni tvö og tvö saman. Annar fer og safnar saman náttúrulegum hráefnum í skóg- inum og leggur ofan á klút. Hinn skoðar hlutina og leggur þá á minnið, þá er annar lagður yfir og hann reynir að muna hvaða hlutir voru á klútnum. 9. Finnið ákveðna liti í náttúrunni Áður en lagt er af stað fær hver nemandi eggjabakka og merkir hvert hólf með ákveðnum lit. Á náttúrusvæðinu eiga nem- endur að finna hluti með litunum á eggja- bakkanum. Ræðið hvernig gekk að finna ákveðna liti. Gerið könnun á því hvernig gekk að finna litina, skráið niðurstöður. 10. Hvaða hlutir eru þetta? Börnin vinni tvö og tvö saman. Þegar komið er út fá þau ílát með hlutum úr náttúrunni, (t.d. greinar, fræ, steina o.fl. ) þau skoði hlutina og ræði hvað þeir heita. Næst fer einn nemandi og finnur þrjá hluti og setur í ílátið og hinn á að segja hvað það er, svo er skipt um hlutverk. 11. Hvað finn ég? Börnin vinni tvö og tvö saman, annað er með bundið fyrir augu og hitt leiðir að tré, blómi, rótum eða hverju sem er. Sá sem er með bundið fyrir augu á að giska á hvað hann er að snerta og útskýrir hvernig er að koma við það (heitt, kalt, mjúkt, hart).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=