Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld
107 3. Tófan undirbýr sig fyrir veturinn Ræðið hvernig tófan lifir veturinn af í skóginum. Þær safna fæðu, m.a. eggjum, á sumrin og fela á góðum stað til að hafa nægan mat til vetrarins. Hver nemandi fær þrjú egg eða hvítar kúlur og felur þær á náttúrusvæðinu (eins og tófur gera, fela undir laufblöðum eða ofan í jörðinni). Þegar allir eru búnir að fela, þá er hægt syngja lag eða fara í leik, síðan fara allir að leita að eggjunum eins og tófur. Einnig er hægt að vinna þetta verkefni og fjalla um önnur dýr. 4. Myndaleikur Áður en farið er í heimsókn á náttúrursvæðið, þarf kennarinn að taka myndir af ólíkum stöðum á staðnum. Hvert par eða hópur fær fjórar myndir. Þrjár eru teknar í náttúrusvæðinu en ein á öðrum stað. Nemendur finni staðinn þar sem myndirnar voru teknar og finni út hvaða mynd var ekki tekin á svæðinu. 5. Kíkjum upp og skoðum hvað við sjáum Úti í náttúrunni horfum við oft meira niður en upp til himins. Í þessu verkefni horfum við upp og skoðum hvað við sjáum. Við notum spegla til þess að hjálpa okkur að sjá til himins. Kíkið í spegilinn og skoðið hvað þið sjáið og útskýrið hvert fyrir öðru. Það er líka hægt að taka myndir af himninum með snjalltæki. 6. Fjársjóðsleit Undirbúið spjöld með ólíkum hlutum (u.þ.b. 9–16 hlutum, einn hlut á hvert spjald, græn lauf, gul lauf, blóm í ýmsum litum, steina, mosa o.s.frv.) Nemendur leiti að hlutunum í pörum eða í hóp. 7. Rannsókn á lífbreytileika á náttúrusvæðinu Nemendur fá litlar myndir af t.d. tré, blómum, sveppum og smádýrum. Finnið plönturnar sem eru á myndunum og skoðið þau með stækkunargleri og takið myndir af þeim. Búið til mynda- sýningu og sýnið foreldrum. Notið myndirnar til þess að búa til samstæðuspil.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=