Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

106 5.3. Rannsókn á lífbreytileika á náttúrusvæði Árstíð: haust Staður: náttúrusvæði í nágrenni skólans Tími: hálfur dagur í nokkur skipti Efni og áhöld: hamar málband 3 egg eða hvítar kúlur fyrir hvern nemanda plöstuð blöð með myndum úr skóginum þrjá spegla af ólíkri stærð stækkunargler plöstuð blöð með hlutum sem eru á náttúrufræðisvæðinu af plöntum, fuglum og umhverfi tússpennar Námsþættir: tjáning og tungumál, umhverfisfræðsla, stærðfræði, hreyfing, rannsókn Hæfni: nemendur uppgvöta lífbreytileika á náttúrusvæði læra um og ímynda sér lífið á náttúrusvæði með leik og rannsókn hreyfa sig í náttúrunni þjálfa tungumál læra að þekkja hluti í náttúrunni Aðferð Eitt verkefni í hverri heimsókn. 1. Veljið svæði og afmarkið það Veljið náttúrusvæði þar sem börnin geta athafnað sig. Svæðið ætti að vera a.m.k. 20 x 20 metrar, gott er að afmarka það með bandi. Skoðið svæðið og ræðið hvað nemendur sjá og heyra. Reynið að finna nöfn á trjátegundum sem þið sjáið. Passið að ganga vel um og ekki skilja eftir neitt rusl. Tínið upp það rusl sem þið finnið. 2. Minnisleikur Veljið tíu algenga hluti sem eru úti í náttúrunni (steina, greinar, köngla, fræ, lauf) og raðið á lítinn klút, segið aðeins frá hlutunum. Nemendur skoða hlutina í 25 sekúndur, hyljið þá svo. Síðan fá nemendur 5 mínútur til að finna sömu hluti og eru á klútnum. Hægt er að vinna einstaklingslega, í pörum eða hóp. Gott er að nemendur dreifist vel um svæðið. Skoðið hverju hver hópur náði að safna. Ef eitthvað vantar mega nemendur ná í þá hluti. Að lokum búa allir til sameiginlega mandölu úr hlutunum sem þeir söfnuðu. Nemendur kynnast náttúrusvæði í nágrenni skólans, gera fjölbreytt verk- efni og fara í heimsóknir á svæðið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=