Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

104 Avokadó/lárpera Notið fræ úr vel þroskaðri lárperu. Skerið ávöxtinn varlega í sundur og passið að skera ekki í fræið (sjá myndband). Þvoið fræið vel, þurrkið og flysjið. Takið 3 tannstöngla og stingið í fræið (sjá mynd- band). Fyllið glas með vatni og setjið steininn ofan á glasið, þannig að fræið er að mestu hulið vatni. Passið að það sé alltaf nóg vatn í glasinu. Það tekur töluverðan tíma fyrir fræið að spíra. Þegar fræið er komið með nokkrar rætur, stöngla og laufblöð, er hægt að setja plöntuna í ílát með gróðurmold og moltu. Passið að vökva reglulega. Hlekkur : Að rækta avokadó Vatnsmelóna Skerið melónuna í báta og takið fræin úr henni. Raðið melónufræjunum á bréfþurrku, setjið bréf- þurrkuna í plastpoka, bleytið pappírinn. Geymið á skuggsælum stað t.d. inni í skáp. Það tekur u.þ.b. viku fyrir fræin spíra, þá er hægt að setja kímplöntuna í mold. Fyllið ílát af mold, plantið kímplönt- unum og vökvið reglulega. Hlekkur : Að rækta vatnsmelónu (Fræin í þessu myndbandi eru þurrkuð en það er líka hægt að nota fersk.) Hugleiðingar um ræktun Kennarar í leikskólanum Leikholti tóku saman leiðbeiningarnar hér á undan og prófuðu ásamt nemendum allar ræktunaraðferðirnar. Það er töluverð áskorun að rækta grænmeti og ávexti á Ís- landi og gengur ekki alltaf upp. Ræktunarferlið var mjög lærdómsríkt. Í heildina gekk ræktunin vel, sérstaklega berja-, sítrónu- og melónuræktunin. Avókadó- og mangóræktunin var meiri áskorun. Avokadó steinninn spíraði ekki og mangó og gulræturnar komust ekki á legg. Þá er um að gera að gefast ekki upp og prófa aftur. Þau lentu einnig í vandræðum með nokkrar jarðarberjaplöntur. Það komst mítill í berin. Prófaðar voru tvær blöndur til þess að spreyja á plönturnar. Annars vegar með grænsápu, sítrónudropum og vatni, hins vegar með tee trea olíu (nokkrir dropar), uppþvottalegi og vatni. Spreyjað var á plönturnar í nokkrar vikur og náðist góður árangur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=