Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld
103 Sítrónur Takið fræið innan úr sítrónum, best að nota mörg fræ því við vitum ekki hve mörg spíra. Þurrkið fræin vel með bréfþurrku. Flysjið þykka lagið sem er utan um fræið með nöglunum, það styttir ræktunar- tímann heilmikið. Gott er að nota bréfþurrkuna því fræið er mjög sleipt. Setjið fræin á bréfþurrku og brjótið hana saman, tvisvar sinnum til helminga. Bleytið bréfþurrkuna lítillega og setja hana ofan í rennilása plastpoka og lokið vel (gott að nota úðabrúsa). Geymið pokann á dimmum og hlýjum stað í 8–10 daga eða lengur þar til fræin spíra. Þegar kímplönturnar eru a.m.k. 1 cm á lengd má planta þeim í heppilegt ílát með blöndu af mold og moltu. Vökvið reglulega. Hlekkur : Að rækta sítrónur Gulrætur Skerið toppa af gulrótum og setjið afskorna gulrótarenda í ílát með vatni (látið vatnið ekki fljóta yfir endana). Geymið á skuggsælum stað í 2–3 daga, þar til gulræturnar spíra. Setjið gróðurmold í ílát og plantið gulrótarendunum. Vökvið reglulega með úðabrúsa. Eftir u.þ.b. 30 daga ætti plantan að blómstra. Þegar blómin á henni verða brún og þurr er hægt að nálgast fræin. Blómin eru klippt af plöntunni og fræin tínd úr þeim. Fræin eru geymd þar til hægt er að sá þeim úti í matjurtagarð. Hlekkur : Að fá gulrótarfræ Mangó Notið fræ úr þroskuðu mangói. Skerið mangóið í sundur og náið í fræið. Utan um fræið er skel sem þarf að fjarlægja. Fræið gæti spírað innan í skelinni, því þarf að fjarlægja skelina varlega. Fyllið ílát af mold, búið til holu í miðjunni, setjið fræið ofan í, mold yfir og vökvið með úðabrúsa (látið fræið liggja flatt). Fylgist með og vökvið reglulega. Eftir um 7–9 daga ætti planta að gægjast upp úr moldinni. Það gæti tekið langan tíma fyrir plöntuna að framleiða ávöxt, þarna skiptir miklu máli að annast plöntuna vel. Hlekkur : Að rækta mangó
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=