Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

101 Aðferð 1. Skoðið saman myndbönd á netinu með leiðbeiningum um ræktun. Hér gæti verið hægt að nota gagnvirkan snertiskjá eða skjávarpa. (Hugmyndir að myndböndum eru hér að neðan.) 2. Útvegið gróðurmold eða moltu. 3. Útvegið ílát til ræktunar. 4. Safnið fræjum úr ávöxtum og plöntum. 5. Sáið fræjum og annist plönturnar. 6. Takið myndir af ferlinu, skoðið þær á gagnvirkum snertiskjá og búið til myndasýningu sem sýnir ferlið. Að rækta tekur langan tíma og þarfnast þolinmæði. Stundum bregst uppskeran, þess vegna er gott að prófa ólíkar tegundir af fræjum í von um að eitthvað takist. Spurningar og umræðuefni sem hægt er að ræða við nemendur: Af hverju þurfum við ávexti og grænmeti? Hvað þurfa plöntur til þess að lifa? Hvað þarf fólk til þess að lifa? Hver er ávinningurinn við að rækta eigið grænmeti og ávexti? (peningasparnaður, minni mengun, notkun eiturefna o.s.frv.) Hvaða tegundir getum við ræktað sjálf? Hvaðan koma fræin? Þurfa allar plöntur sömu meðferð? (birtu, vatn, sýrustig í mold o.s.frv.) Hvaða tilgang hafa blómin í ræktunarferlinu? Hvaða grænmeti vex neðanjarðar? Ítarleg lýsing á framkvæmd Jarðarber Veljið nokkur falleg jarðarber, nota eina öskju af berjum u.þ.b. 10 ber. Skerið fræin utan af þeim, það má fara töluvert af berinu með (sjá myndband). Setjið gróðurmold í ílát, látið afskorningana með fræjunum í ofan á og að lokum mold yfir og vökvið. Eftir u.þ.b. 2–3 vikur ættu plöntur að gægjast upp úr moldinni. Haldið áfram að vökva. Það getur tekið langan tíma fyrir plöntuna að bera ávöxt. Á meðan er hægt að njóta þess að sjá hana vaxa og dafna. Hlekkur : Rækta jarðarber frá fræjum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=