Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

10 1.2. Að þurrka laufblöð Árstíð: allar Staður: skólastofa, nágrenni skólans Tími: vika (fer þó eftir hversu langan tíma tekur að þurrka laufin) Efni og áhöld: inniplöntur skæri ílát bækur eða aðgangur að internetinu dagblöð lím pappír blýantar Námsþættir: nöfn pottaplantna, rannsókn, skrift, hreyfing, samvinna Hæfni: nemendur þjálfa rannsóknarvinnu æfa samvinnu þjálfa skrift læra að þurrka laufblöð Aðrir möguleikar • Fara út í nágrenni skólans og finna lauf af trjám og runnum. Skoða blöðin, bera saman hvað er líkt og ólíkt. Hvað heita trén? Eru ber á trjánum? • Gera listaverk úr laufblöðum. • Ræða af hverju laufblöð eru ólík? • Ræða frá hvaða löndum plönturnar koma. Nemendur þurrka laufblöð og læra um plöntur í nágrenni skólans. Aðferð 1. Skiptið nemendum í þriggja manna hópa. 2. Hver hópur klippir eitt laufblað af fimm ólíkum inniplöntum (best er að taka blöð sem falla sjálfkrafa af blómunum). 3. Skoðið laufblöðin hjá öllum hópunum, tóku einhverjir eins laufblöð? Flokkið laufblöðin og skoðið litinn á þeim. 4. Skoðið myndir af plöntum í bók eða á netinu, reynið að finna mynd af plöntunni sem á laufblaðið. Finnið nafnið á plöntunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=