Leynifundur í Lissabon

78 Pabbi stendur fyrir framan veitingastað og veifar til mín þegar hann sér okkur. Það er gott að sjá hann. Mér finnst heil eilífð síðan ég hitti hann. Getur verið að þetta hafi bara verið draumur? „Hæ Katla mín,“ segir pabbi um leið og hann rótar í hárinu á mér. Hegðun sem hann byrjaði á þegar hann fann að mér fannst óþægilegt að hann knúsaði mig innan um ókunnugt fólk. „Hæ pabbi,“ segi ég og gref höndunum ofan í vasa þar sem þær eru fyrir mér. Í hægri vasa finn ég fyrir einhverju og tek það upp. Falleg lítil næla, með rauðum glitrandi steini. Ég brosi um leið og gæsahúð þekur líkamann. Þetta var ekki draumur. Þetta var raunverulegur leynifundur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=