Leynifundur í Lissabon
6 „Eftir fjóra tíma verðum við komin til Lissabon,“ sönglar pabbi um leið og hann veiðir upp vegabréf og brottfararspjöld. Hann bíður eftir því að ég sýni að ég sé spennt fyrir þessari óvæntu utanlandsferð. Ég brosi til hans en fæ hnút í magann. Ég veit að ég er einhvern veginn að skemma ferðina fyrir honum. Það var ekki í upprunalega planinu að ég færi með pabba í vinnuferð til Lissabon. Ég átti að vera heima hjá mömmu, sem var síðan kölluð óvænt til Tokyo. Tvö kvöld í röð rifust þau um það hvar ég ætti að vera þessa þrjá daga. Ég, barnið. Það virtist aldrei koma til greina að ég væri bara heima hjá mér! Mamma: „Tommi, hún getur ekki komið með mér. Ég verð á fundum allan daginn, alla daga. Flugið er langt og hvað á barnið að gera í Japan, aleitt uppi á hótelherbergi í átta daga?“ Pabbi: „Já en Jenný, hvað getum við gert?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=