Leynifundur í Lissabon

77 „Tja,“ segir Rita og lítur hissa á mig. Líkast til undrandi yfir því að ég sé að spyrja út í sögu Portúgal þar sem ég var kannski ekki of áhugasöm áður. „Manuel I kostaði ferðir Vasco da Gama, hann giftist þrisvar sinnum,“ segir hún. „Þrisvar sinnum,“ gríp ég fram í. Ég vissi auðvitað um Isabellu og Maríu en af hverju kom þriðja konan? „Já, fyrsta konan hans dó mjög ung. Þá giftist hann systur hennar og saman eignuðust þau mörg börn. Stuttu eftir að hún dó giftist hann aftur. Hann er grafinn í kirkjunni sem við vorum í ásamt Maríu frá Aragon, sem var önnur eiginkona hans.“ Við keyrum áfram eftir ánni og ég horfi upp til kastalans. Það væri nú gaman að skoða hann. Kannski sting ég upp á því við pabba. Rita leggur bílnum í þröngri götu og ég tek allt með mér út úr bílnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=