Leynifundur í Lissabon
76 hann sagði mér og þarna var hún. Framtíð Vasco da Gama frá því að ég spjallaði við hann. Hann fékk ekki landstjórastöðuna heldur einhver annar karl. Hann fór heim til sín og lifði rólegu lífi í nokkur ár með konunni sinni og eignaðist börn. Síðan var hann sendur í þriðja sjóleiðangurinn og hann dó á leiðinni. Óvænt fæ ég kökk í hálsinn. „Er ekki allt í lagi?“ Spyr Rita þar sem ég sný mér frá henni til að hún sjái ekki að ég er í uppnámi. „Jú, bara einhver heimþrá,“ segi ég og hún kinkar skilningsrík kolli. Ekki get ég sagt henni að ég sé að syrgja löngu látinn mann. Eða að mér finnist leiðinlegt að konungurinn hafi ekki veitt honum landstjórastöðuna, sem ég veit fyrir víst að hann langaði í. „Veistu eitthvað um Manuel I konung?“ Spyr ég.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=