Leynifundur í Lissabon
75 Hún hlær bara og hristir höfuðið. „Komdu Katla, pabbi þinn var að hringja. Hann ætlar að hitta okkur í hádegismat.“ Á leiðinni út úr kirkjunni geng ég fram hjá grafhýsi Vasco da Gama. Það er ekkert sem bendir til þess að það hafi opnast. Skyldi mig hafa dreymt þetta? Nei, þetta var of raunverulegt. Ég elti Ritu út í sólina og við röltum í gegnum undirgöngin að bílnum hennar. „Veistu hvort Vasco da Gama hafi einhvern tímann orðið landstjóri á indverskri nýlendu?“ Spyr ég Ritu um leið og við setjumst inn í bíl. Mig langar að vita hvort ætlunarverk hans hjá konunginum hafi tekist. „Hmmm,“ svarar og svarar ekki Rita. Ég finn símann minn, hann virkar. Ég fletti nafninu hans upp á netinu. Renni augunum hratt yfir ferðasögurnar sem
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=