Leynifundur í Lissabon

72 Ég fer í mín eigin föt áður en ég leggst ofan á hart rúmið. Sting nælunni frá Vasco da Gama í vasann. Teppið lyktar af raka og ég get ekki hugsað mér að hafa það ofan á mér. Ég kuðla gollunni sem ég finn í veskinu mínu saman og set hana undir höfuðið. Hvernig mun ég komast til baka? Hugsa ég og í kjölfarið vakna allar áhyggjurnar sem ég ýtti frá mér fyrr í kvöld. Án þess að geta hamið mig byrja ég að gráta. Ég gref andlitið ofan í peysuna mína og kæfi ekkann. Er portúgalska lögreglan byrjuð að leita að mér? Er pabbi búinn að hringja í mömmu og láta hana vita að ég sé horfin? Skipið rís og sígur, þó ekki svo mikið að ég hafi tekið eftir því þegar við sátum við borðið áðan. Núna, þegar ég ligg út af, finn ég örlitla hreyfingu. Hafið vaggar mig í svefn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=