Leynifundur í Lissabon

70 „Þetta var núna í september og við erum svolítið ráðalausir um hvað tekur við næst,“ segir einn skipverjinn. „Ég veit hvað ég ætla að gera,“ segir Vasco da Gama og skellir glasinu niður um leið og hann stendur upp. Skipverjarnir horfa á hann, svo hver á annan og aftur á hann. Hann lítur á mig, blikkar og segir: „Ég ætla að fara að sofa. Svo á morgun þá ætla ég heim. Hitta konuna mína og reyna að slaka á.“ Skipverjarnir hlæja og gera grín að honum, segja að hann geti nú aldrei slakað á. Hann lítur á mig: „Þú getur sofið í káetunni sem þú baðaðir þig í fyrr í dag. Ef þú verður ekki vöknuð áður en ég fer í fyrramálið þá þakka ég þér kærlega fyrir aðstoðina í dag.“ Hann klappar mér klunnalega á bakið, svolítið eins og ég sé hestur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=