Leynifundur í Lissabon

69 mestu máli var að okkur mistókst að ná viðskiptasamningum í Calicut.“ „Fóruð þið í annan leiðangur?“ Spyr ég. „Já, stuttu eftir að við komum til baka fór leiðangur af stað til að semja við höfðingjann í Calicut. Það gekk vægast sagt illa. Þá vorum við sendir af stað til að leita hefnda. Það dugði ekkert „elsku mamma“! Vasco da Gama ber hnefanum í borðið og ég hrekk í kút. „Og til að gera langa sögu stutta þá var bara ekkert hægt að semja við þessa menn. Við sprengdum upp borgina frá ströndinni í tvo daga, fundum verkamenn á hrísgrjónaökrum og hjuggum af þeim hendu ....,“ Vasco da Gama stoppar í miðju orði þegar hann sér svipinn á mér, ræskir sig og segir: „eða sko ... já, skildum eftir skilaboð til höfðingjans.“ Hann tekur gúlsopa og tautar: „Við komum aftur til Lissabon án þess að hafa náð samningum.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=