Leynifundur í Lissabon
68 mínum, því hann var mjög veikur. São Gabriel sigldi því án okkar til Lissabon og komst til hafnar í byrjun ágúst.“ „En þú og Paulo?“ spyr ég. „Hvernig komust þið til Lissabon?“ Ég sé tár myndast í augnkrókum hans. „Við fengum far með öðru skipi en Paulo dó á leiðinni. Ég fór í land á Asúreyjum og gróf hann þar. Ég var í nokkra daga á eyjunni og syrgði bróður minn en sigldi svo til Lissabon og kom hingað í lok ágúst.“ „Þú hefðir átt að sjá þegar hann kom,“ segir einn skipverjinn. „Hann var hylltur af konungi og öllum borgarbúum. Konungurinn og fleiri voru búnir að skrifa heilu frásagnirnar af afrekum hans.“ „Það voru þá afrek!“ andvarpar Vasco da Gama. „Helmingur sjóliða og skipa sneri ekki aftur heim.“ Hann hristir höfuðið og bætir við dapur: „Og það sem skipti konunginn
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=