Leynifundur í Lissabon

5 Brottför „Hún er ótrúlega spennt fyrir þessari ferð,“ syngur pabbi í símann um leið og hann smjattar á rúnstykki. Ég hækka í tónlistinni til að heyra síður í pabba og horfi á fólkið í flugstöðinni. Hann pikkar í mig og ég tek heyrnartólin niður. „Katla mín, skjárinn segir að við eigum að fara að hliðinu.“ Líkt og spenntur krakki á leiðinni í sumarbúðir rekur hann á eftir mér. Ég geng nokkrum skrefum fyrir aftan hann að hliðinu og ímynda mér að ég sé að ferðast ein. Hversu magnað væri það að vera ein á ferðalagi bara þrettán ára gömul! Kannski gæti ég farið út sem skiptinemi eftir tíunda bekk eða í málaskóla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=