Leynifundur í Lissabon
67 þennan sjúkdóm. Skyrbjúgur. Hljómar furðulega. „Og af því að við vorum orðnir svo fáir þá gátum við ekki lengur mannað öll skipin. Við skildum eftir tvö skip og skiptum okkur niður á São Gabriel og á lítið seglskip sem hét Berrio. Þá gekk ferðin töluvert betur og við sigldum fram hjá Góðrarvonarhöfða og upp með vesturströnd Afríku.“ Vasco da Gama sest aftur í stólinn og sýnir mér á kortinu hvernig þeir sigldu til baka. Hann stoppar með fingurinn á Grænhöfðaeyjum. „Þegar við komum hingað þá ákváðum við að Berrio myndi sigla á undan okkur. Þeir gátu siglt hraðar enda minna skip og léttara á sér. Berrio kom til Lissabon í júlí og skipverjar tilkynntu konungi að leiðangurinn væri að hluta kominn heim. Ég tók þá erfiðu ákvörðun að fara frá borði á Grænhöfðaeyjum með Paulo bróður
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=