Leynifundur í Lissabon

65 Heimferðin „Þegar höfðinginn kom til borgarinnar fengum við glæsilegar móttökur,“ segir hann og horfir út í tómið. „Við færðum honum margar gjafir frá Manuel konungi en ...“ Hann lítur á skipverja sína og segir dapur: „Höfðinginn var ekki ánægður með gjafirnar. Hann vildi bara gull og silfur og kom fram við okkur eins og við værum sjóræningjar. Heimtaði að við borguðum tolla af öllu sem við vorum með í skipunum. Ég var auðvitað ekki sáttur við það og til að gera langa sögu stutta þá reiddist ég.“ Ég horfi á hann og mig grunar að einhver fallbyssuskot hafi fengið að fljúga. Ég kæri mig samt ekki um slíkar sögur og spyr því ekkert nánar út í málið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=