Leynifundur í Lissabon
64 „Takk,“ segi ég feimin og horfi á nælunu. Á henni er hringur og inni í honum er rauður steinn sem glitrar á. Hún er mjög falleg, svolítið ömmuleg. „Frá Malindi siglum við yfir til Calicut, sem er hér,“ segir Vasco da Gama og bendir á hafnarborg á vesturströnd Indlands. „Í Calicut ætluðum við að hitta höfðingjann, sem er allsráðandinn þar, en hann var í stuttu ferðalagi. Við biðum í borginni þar til hann kom til baka,“ segir Vasco da Gama. Hann er búinn að lækka aðeins röddina og horfir ekki lengur á mig eða kortið. Heldur leita augu hans eitthvert langt í burtu. Ég held niðri í mig andanum. Spennt að heyra framhaldið af ferðasögunni hans.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=