Leynifundur í Lissabon

63 Þeir hlæja og ég horfi hneyksluð á þá. Vasco da Gama tekur eftir svipnum, ræskir sig og heldur áfram að rekja leiðina þeirra. „Síðan fórum við til Mombasa“ segir hann og einn skipverjinn grípur fram í. „Það var nú ekki tekið vel á móti okkur þar,“ segir hann og það hnussar í honum. „Kannski af því að við rændum verslunar­ skip þeirra rétt áður en við komum,“ skýtur annar skipverjinn inn glottandi. „Gerðuð þið hvað?“ Hrópa ég. Vasco da Gama sussar á skipverjana og horfir afsakandi á mig: „Tja, við já ... hmm ... hvar vorum við? Þaðan sigldum við til Malindi og þar var fínt að vera. Ég fékk einmitt silkið fyrir konuna mína þar,“ segir hann og brosir. Hann stendur upp, finnur litla nælu og réttir mér: „Þar fékk ég líka þessa sem þú mátt eiga sem þakklætisvott fyrir aðstoðina í dag.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=