Leynifundur í Lissabon

62 „Ekkert á leiðinni hingað kom okkur á óvart, því við sigldum eftir korti frá Dias. Hann fór þessa leið fyrir rúmum fimmtán árum.“ Skipverji hellir í glas og réttir Vasco da Gama, sem tekur sopa áður en hann heldur áfram með frásögnina. „Frá syðsta hluta Afríku sigldum við upp með fram austurströndinni. Um jólin komum við á stað sem enginn Portúgali hafði komið á áður. Við skírðum staðinn Natal, sem þýðir Fæðing Krists. Héldum jólin eins hátíðleg og maður getur í fjarveru fólksins sem maður elskar.“ Skipverjarnir kinka kolli. „Í byrjun mars vorum við komnir til Mozambique. Þar gaf ég soldáninum gjafir en hann var ekki ánægður með þær og við urðum að flýja út á skipin okkar.“ „Já, þetta var rosalegt,“ grípur einn skip­ verjinn fram í. „Okkur rétt tókst að flýja, en til að hefna okkar þá skutum við nokkrum fallbyssukúlum á þá.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=