Leynifundur í Lissabon

58 „Komdu, drífum okkur í skipið. Þar getur þú hvílt þig,“ segir Vasco da Gama blíðlega. Mér léttir við að heyra að hann gerir ráð fyrir mér í gistingu. „Fékkstu áheyrn konungs?“ Spyrja skipverjarnir þegar við komum um borð. „Já, ég gat útskýrt hvað kom upp á,“ svarar Vasco da Gama og þeir virka sáttir. Enginn biður um frekari lýsingu á fundinum. Ég er mjög forvitin en virðist vera ein um það. „Sjáðu Katla,“ segir Vasco da Gama og sýnir mér silkistranga. Hann er ofinn úr grænum og bláum silkiþráðum. Ofurmjúkur og það glitrar aðeins á einn græna þráðinn. „Vá,“ segi ég og strýk varlega eftir silkinu. „Gjöf handa konunni minni,“ segir hann og brosir. „Þetta silki fékk ég í Malindi á Indlandi en það kom upprunalega frá landinu í austri, Kína.“ „Hvað kom upp á í ferðinni?“ spyr ég

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=