Leynifundur í Lissabon

57 áfram að spyrja spurninga: Hvernig kemst ég til baka til nútímans? Skyldi pabbi vera farinn að óttast um mig? Kvíðinn eflist og mér finnst eins og ég þurfi að æla af áhyggjum. Ég stoppa og styð mig við húsvegg. Dreg inn andann og reyni að komast yfir ógleðina. Verst að það er ekki sérlega góð lykt í Lissabon árið 1504 og erfitt að fá ferskt loft. Vasco da Gama tekur eftir því að ég stoppa og snýr sér við. „Er ekki allt í lagi?“ Spyr hann. Ég harka að mér og kinka kolli. Reyni að ýta frá mér þeirri klemmu sem ég er í, að vera föst í fortíðinni. Í bíómyndum þegar fólk álpast aftur til fortíðar þá kemst það oft til baka með því að fara í gegnum einhvers konar tímagöng. Oft þau sömu og þau komust í gegnum til fortíðar. En kirkjan er óbyggð árið 1504. Hvað geri ég þá?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=