Leynifundur í Lissabon
55 það er beðið eftir þér. Fundi konungs og Vasco da Gama er lokið.“ Hvernig ætli sé rétt að kveðja drottningu? Hún er búin að segja mér persónulega hluti þannig að ég kann ekki við að vera of formleg en hún er samt drottning. Þetta er flókið. „Vertu blessuð og það var gaman að kynnast þér,“ segi ég með einlægni. Hneigi mig svo og brosi til hennar. Hún gengur til mín, tekur utan um hendur mínar og segir: „Katla, þú ert ætíð velkomin í heimsókn. Þér fylgir ferskur andblær.“ Ferskur andblær, hugsa ég um leið og ég geng út. Þennan þarf ég að muna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=