Leynifundur í Lissabon

54 Hún lítur á mig og í svip hennar má bæði lesa hvað hún er hissa og forvitin. „Ekki það, ég hef heyrt að það sé mjög kalt í Skotlandi.“ Segir hún en spyr svo: „Hver ert þú?“ Áður en ég næ að búa til einhverja trúanlega lygi opnast dyrnar og lítill drengur kemur hlaupandi inn. Á eftir honum fylgir þjónustustúlka með ungabarn í fanginu. Drengurinn hleypur til Maríu og hún ljómar upp við að sjá hann. „Katla, þetta er prins João, hann verður tveggja ára í júní og þessi litla prinsessa,“ segir hún stolt og bendir á stúlkuna sem liggur vær í fangi þjónustustúlkunnar: „Heitir Isabella í höfuðið á bæði móður minni og systur, hún er alveg að verða fimm mánaða.“ Þjónustustúlkan hvíslar að Maríu. Mér finnst eins og Maríu finnist leiðinlegt að segja um leið og hún lítur á mig: „Katla,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=