Leynifundur í Lissabon
53 líkt og það sé ekkert að því að giftast manni systur sinnar. „Það var ekkert í kortunum að ég ætti að flytja til Portúgal. Önnur systir mín var gefin konungi Wales og planið var að ég giftist konungi Skotlands. Þannig gætum við systur séð til þess að eiginmenn okkar færu ekki í stríð hvor við annan. En þá urðum við fjölskyldan fyrir áfalli,“ María stendur upp og gengur í átt að mannháum glugga. Hún lækkar röddina og ég heyri að henni finnst erfitt að rifja þetta upp. „Isabella, systir mín og fyrrum kona Manuels I dó stuttu eftir barnsburð. Og til að styrkja bönd Spánar og Portúgal var stungið upp á því að hann myndi giftast mér.“ „Ó en hræðilegt, ég samhryggist,“ segi ég lágt. Án þess að huga að stéttaskiptingu okkar geng ég til hennar og legg lófann minn á bak hennar til að sýna samhug.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=