Leynifundur í Lissabon
51 María virðist ekki ætla að halda áfram, tek ég af skarið. Ég þoli ekki langar, vandræða legar þagnir. „Þar sem ég hef ekki verið lengi í Lissabon,“ byrja ég til að afsaka mig fyrir fram ef spurningin er óviðeigandi: „er ég spennt að heyra hversu lengi þú hefur verið gift og hvernig þið kynntust?“ María brosir og horfir hissa á mig. Ó nei, þetta var greinilega ekki viðeigandi spurning. Ég kyngi og heilinn brakar við áreynsluna við að finna leið út úr ógöngunum. Þögnin er rofin og ég anda léttar. „Í tæp þrjú og hálft ár,“ segir María. „Foreldrar mínir eru kaþólsku konungshjónin á Spáni“. Hún bíður eftir viðbrögðum en þegar hún sér að ég er ekki að kveikja á neinum perum bætir hún við til útskýringar: „Isabella I af Castilíu og Ferdinand II af Aragoníu.“ Ég kinka kolli en hef ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Geri samt ráð fyrir árið
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=