Leynifundur í Lissabon

50 „Sæl, ég heiti María af Aragon,“ segir hún tærri röddu og bendir mér að setjast. Ég hneigi mig og sest og veit ekkert hvort ég megi horfa beint á hana eða ekki. Veit í raun ekkert hvernig ég á að haga mér. „Katla,“ segi ég til að virka ekki dónaleg. „Fallegt heimilið ykkar,“ bæti ég við eins og ég hef heyrt mömmu segja þegar við lendum í svona óþægilegum aðstæðum heima á Íslandi. Ég er með hugann við það sem fer fram í hinum salnum. Fá konur ekki að heyra mikilvæg samtöl? Var lífið svona fyrir Me too byltinguna? Bara settar út í horn! María drottning sest niður og allt í einu er eins og drottningarhulunni er létt af henni. Hún lætur sig síga örlítið í sætið. „Já, þetta er ágætis kastali,“ dæsir hún. Líkt og unglingur sem fær farsíma en langar í nýjustu týpuna. Ég er ekki viss hvort ég eigi að finna upp á umræðuefni og bíð í smá stund. Þegar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=