Leynifundur í Lissabon
49 Hver talar svona? Hugsa ég og passa að flissa ekki. „... Þá langar mig að kynna þér þessa ungu konu: Katla Tómasardóttir, langferðakona og ...“ Vasco da Gama lítur snöggvast á mig eins og til að reyna að fá innblástur í þessa kynningu sína: „... og lærlingur.“ Ég gjóa augunum til hans og lyfti annarri augabrúninni. Lærlingur? Í hverju þá? Velti ég fyrir mér. Konungur andvarpar hátt og ég laumast til að líta á drottninguna. Hún er undur falleg en ekki mjög brosmild. Konungur veifar handleggi til hliðar og drottningin gengur í átt til mín, ég veit ekki hvað ég á að gera svo ég hneigi mig aftur. Hún gengur út úr salnum. Vasco da Gama ýtir aðeins í mig og ég átta mig á því að ég á að elta hana. Við förum inn í annað herbergi þar sem eru fleiri húsgögn en bara sæti fyrir konunginn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=